Skip to main content
Fréttir

ÉG KVEIKI Á KERTUM MÍNUM

By 17. nóvember, 2006No Comments

FSS blæs til blysgöngu í tilefni af Alþjóðaalnæmisdegi Sameinuðu þjóðanna þann 1. desember næstkomandi. Gangan verður farin til minningar um alla þá sem látist hafa af völdum alnæmis.

Safnast verður saman við gatnamót Laugavegar og Skólavörðustígs kl. 19:45 (í portinu hjá Samtökunum ’78) og gengið fylktu liði að Fríkirkjuni í Reykjavík og kerti tendruð.

Dagskrá hefst síðan með hugvekju prests. Þá munu Friðrik Ómar og Regína Ósk taka nokkur lög ásamt því sem formaður Alnæmissamtakana og formaður FSS flytja nokkur orð.

Vonum við að allir óháð kyni, kynhneigð eða aldri sjái sér fært að mæta.

-FSS

Leave a Reply