Skip to main content
Fréttir

ÁHUGAHÓPUR SAMKYNHNEIGÐRA UM TRÚARLÍF

By 14. maí, 2007No Comments

Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf – ÁST, býður til fundar í húsnæði Samtakanna ´78, Laugavegi 3, sunnudaginn 20. maí kl. 15. Þar verður sýnd sjónvarpsupptaka frá regnbogamessu í Hallgrímskirkju sl. sumar þar sem sr. Pat Bumgardner frá Metropolitan Community Church í New York predikaði, en sex íslenskir prestar þjónuðu við athöfnina sem er þeim eftirminnileg sem viðstaddir voru. Dagstund með sr. Pat Bumgardner

Hópurinn mun hittast á næsta fundi sínum í húsnæði Samtakanna ´78, Laugavegi 3,
sunnudaginn, 20. maí, kl. 15.

Þar munum við horfa á sjónvarpsupptöku frá regnbogamessu í Hallgrímskirkju sl. sumar þar sem sr. Pat Bumgardner frá Metropolitan Community Church í New York predikaði, en sex íslenskir prestar þjónuðu við athöfnina.

Sú stund er þeim eftirminnileg sem viðstödd voru og við bjóðum öllum þeim sem áhuga hafa að slást í hópinn á sunnudaginn og horfa á upptöku af einstæðri athöfn.

-ÁST

Leave a Reply