Skip to main content
Fréttir

PAM ANN Í FYRSTA SKIPTI Á ÍSLANDI

By 14. janúar, 2008No Comments

Festið sætisólarnar og setjið Gucci og Prada handtöskurnar í arangurshólfið því hin dásamlega töfrandi, glitrandi og frakka flugfreyja fræga fólksins, Pam Ann flýgur inn til lendingar í Tjarnarbíói 31. janúar og 1. febrúar í samvinnu við Flugfélag Íslands. Pam Ann er hugarfóstur ástralska grínistans Caroline Reid og hefur ferðast um allan heim fyrir fullu húsi með sýningar sínar. Hún skemmtir reglulega í einkaþotu Elton John og Madonna er mikill aðdáandi og segir hana “illkvittnislega fyndna”

Klædd í Gucci, Pucci og Fiorucci er Pam Ann dáð um allan heim af flugáhöfnum fyrir að segja allt sem þær dreymir um að láta út úr sér en myndu aldrei þora. Hún fer með ykkur í ótrúlega ferð frá brottför til lendingar eins og henni einni er lagið. Pam tekur á samkeppni á milli flugfélaganna um bestu þjónustuna, fallegustu flugfreyjurnar og best klæddu farþegana. Pam Ann sýnir enga miskunn og farþegar á fyrsta farrými hafa alltaf forgang.

Ekki missa af þessum frábæra skemmtikrafti í fyrsta sinn á Íslandi. Í bígerð er sjónvarpsþáttur um Pam Ann svo víst er að þið munið heyra meira af henni í framtíðinni!

Flugfélag Íslands kynnir Pam Ann
í fyrsta skipti á Íslandi!
Sýningar í Tjarnarbíói
31. janúar 2008
1. febrúar 2008

Miðasala á midi.is

 

 

Leave a Reply