Skip to main content
Fréttir

Foreldrar og aðstandendur samkynhneigðra – Fræðslufundur á laugardegi

By 6. febrúar, 2001No Comments

Tilkynningar Hópur foreldra og annarra aðstandenda samkynhneigðra boða til fræðslufundar laugardaginn 10. febrúar n.k. Fundurinn verður haldinn í Regnbogasalnum, Laugavegi 3, 4. hæð, og hefst kl. 16:00.

Yfirskrift fundarins er Fordómar og mismunun. Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur, mun fjalla um þetta efni. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um fordóma og mismunun og hér beinir hún sjónum að málefnum samkynhneigðra. Á eftir erindinu verða umræður þar sem við munum ræða reynslu okkar og sjónarmið. Á hvaða hátt getum við haft jákvæð áhif? Mikilvægt er að fá sem flest sjónarhorn og að aðstandendur og samkynhneigðir mæti.

Fundurinn er öllum opinn.

Leave a Reply