Skip to main content
Fréttir

Laugardagur 1. nóvember – Stofnfundur Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra

By 29. október, 2003No Comments

Frettir Laugardaginn, 1. nóvember, verðu haldinn stofnfundur Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra (FAS) í safnaðarheimili Grensáskirkju í Reykjavík og hefst kl. 15:00.

Hópurinn sem á frumkvæðið að því að stofna þessi nýju samtök hefur starfað samfellt frá árinu 2000. Fundir eru haldnir tvisvar í mánuði yfir vetrarmánuðina og fundað í félagsmiðstöð Samtakanna ´78, Laugavegi 3. Reynslan hefur kennt okkur að það er mikil þörf fyrir þetta starf og að sýnileikinn er mikilvægur. Foreldrar og aðstandendur eru mikilvægur hlekkur til að samfélagið átti sig á því hvað samkynhneigð snertir marga. Þá er mikilvægt að aðstandendur samkynhneigðra eigi samfélag þar sem fólk getur hitt aðra í sömu stöðu og stillt krafta sína saman.

Markmið okkar er tvíþætt: Í fyrsta lagi að hittast og deila hvert með öðru reynslu okkar, styrk og vonum. Þannig leggjum rækt við okkru sjálf og erum betur aflögufær til að vera bakhjarlar við ástvini okkar. Í öðru lagi viljum við efla umræðu um samkynhneigð í samfélaginu. Við vinnum að fræðslu, bæði með opnum fundum og innan okkar hóps og aukum með því skilning og þekkingu á því að samkynhneigð er fjölskyldumál.

Á stofnfundinum munum við setja samtökunum FAS lög til að starfa eftir og kjósa stjórn. Einnig munum við kynna nýjan bækling sem markar upphafið að formlegri starfsemi samtakanna. Einnig kynnum við að gerð heimasíðu sem unnið er að og opnuð verður á næstunni. Velferðarsjóður barna á Íslandi hefur veitt okkur styrk til þessara verkefna og til að vera sýnilegri og auðvelda þar með foreldrum og aðstandendum samkynhneigðra að nálgast starf FAS. Einnig veittu Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og Samtökin ´78 styrk til útgáfu bæklingsins. Dagskráin á stofnfundinum er tvíþætt. Í fyrri hlutanum verðum við á léttari nótum, Páll Óskar og Monika Abendroth hörpuleikari flytja okkur ljúfa tónlist í upphafi. Síðan verða þrjú stutt erindi. Séra Sigfinnur Þorleifsson fjallar um það hvers virði það er fyrir fjölskylduna að eiga aðgang að sam félagi foreldra og aðstandenda. Þá mun Brynja Jónsdóttir fjalla um hvernig það er að alast upp hjá samkynhneigðu foreldri og loks mun Sigríður Birna Valsdóttir fjalla um sýn samkynhneigðs einstaklings á foreldrastarfið. Boðið verður upp á léttar veitingar. Í síðari hluta fundarins verða lög samtakanna FAS kynnt og rædd og stjórn kjörin.

Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um málefnið. Samtökin ´78 hvetja alla samkynhneigða og tvíkynhneigða að kynna aðstandendum sínum þennan nýja vettvang.

Leave a Reply