Skip to main content
search
Fréttir

Tónleikar í Regnbogasal með Herði Torfa

By 31. ágúst, 2004No Comments

Tilkynningar Vísnaskáldið Hörður Torfason heldur tónleika fyrir gesti í félagsmiðstöðvarinnar á Opnu húsi fimmtudaginn 16. september. Aðgangur er ókeypis.

Hörður Torfa var aðahvatamaðurinn og hugmyndasmiðurinn að stofnun Samtakanna ?78 og var var fyrsti Íslendingurinn sem opinberlega lýsti yfir kynhneigð sinni í tímaritsviðtali árið 1975. Allar götur síðan hefur Hörður verið ötull baráttumaður fyrir málstað samkynhneigðra.

Hörður hefur gefið út 20 plötur, og með haustinu er væntanleg nýjasta plata hans sem ber heitið ?Loftsaga?. Verður hún til sölu á tónleikunum. Það er Samtökunum ?78 sérstakur heiður að geta boðið upp á tónleika með þessum virta listamanni og brautryðjanda.

—–

Við minnum einnig á árvissa Hausttónleika Harðar Torfa í Austurbæ þann 10. september klukkan 21:00. Miðasala á þá tónleika er hafin á midi.is

Leave a Reply