Skip to main content
Fréttir

KMK – Snoker og pool

Tilkynningar Nú höfum við með hækkandi sól ákveðið að vinda kvæði okkar í kross og munum á næstu mánuðum hittast á Snoker – sportbar við Hverfisgötu 46 í 101 Reykjavík fyrsta þriðjudag í mánuði í stað þess að fara í Keiluhöllina í Öskjuhlíð. Þar geta konur tekið í kjuða og spreitt sig á snoker- eða pool borðunum, horft á boltann á risaskjá eða bara setið og spjallað um heima og geyma við barinn.

Á Snoker verður tekið vel á móti okkur og fáum við sérstakt kvennatilboð á barnum!

Sjáumst kátar og hressar á Snoker – sportbar þriðjudaginn 3. maí kl. 20.15

KMK – konur með kjuða

Leave a Reply