Skip to main content
search
Fréttir

Í FJARVERU – TRJÁA. VEGALJÓÐ

By 11. júlí, 2008No Comments

Í fjarveru trjáa – vegaljóð heitir ný ljóðabók eftir Ingunni Snædal. Ingunn er félagsmönnum Samtakanna ´78 vel kunn og er mörgum enn ferskt í minni er hún gladdi okkur í desembermánuði 2006 með upplestri í Regnbogasal úr síðustu ljóðabók sinni, Guðlausir menn, hugleiðingar um jökulvatn og ást.

Í fjarveru trjáa – vegaljóð heitir ný ljóðabók eftir Ingunni Snædal. Bók hennar Guðlausir menn, hugleiðingar um jökulvatn og ást kom út hjá Bjarti árið 2006, hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og heillaði bæði ljóðelska og þá sem ókunnari eru ljóðum. Hún hefur verið prentuð fimm sinnum.

Í ljóðabókinni Í fjarveru trjáa ferðast skáldið um landið vítt og breitt, sagt frá nýjum Flóabardaga, topptíu sólsetrum og bæjarnöfnum, hamingjublettum og vestfirskum ævintýrum.

Ingunn Snædal er fædd á Egilsstöðum, uppalin á Jökuldal og hefur búið á Spáni, Írlandi, í Kostaríku, Danmörku, veturlangt á Aran-eyjum út af vesturströnd Írlands og til skamms tíma í Mexíkó. Ingunn leggur nú stund á meistaranámi í íslensku við Háskóla Íslands. Ingunn hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Á heitu malbiki árið 1995 og Guðlausir menn – hugleiðingar um jökulvatn og ást, 2006.

Síðasta ljóðið í bókinni Í fjarveru trjáa – vegaljóð heitir íslenskt landslag.

íslenskt landslag

að hálfu leyti himinn

hinn helmingurinn
minning

Leave a Reply