Skip to main content
Fréttir

Fyrsti föstudagur í febrúar – Karlar í 40+

By 26. janúar, 2001No Comments

Tilkynningar Karlar í 40+ hittast í Regnbogasal Samtakanna ´78 föstudagskvöldið 2. febrúar kl. 21.

Klukkan 22 stígur Árni Pétur Guðjónsson á pallinn og rifjar upp forn kynni sín af dönskum drengjaskólum – svo og fyrsta fund sinn við skáldið Jean Genet. Þeir Árni Pétur og Aggí, Agnar Jón Egilsson, fara síðan á þeysispretti gegnum skáldskap Genets og flytja okkur eitt og annað gott úr Dagbók þjófsins, Vinnukonunum og fleiri verkum.

40+ er hópur karla sem kemur saman fyrsta föstudagskvöld í mánuði yfir veturinn til þess að efla samstöðu og kynni karlmanna sem fyrir nokkru eru komnir af æskuskeiði, miðla reynslu, skiptast á skoðunum, bjóða fyrirlesurum í heimsókn ef svo ber undir og skemmta sér saman. Um allan hinn vestræna heim ber nú orðið mikið á samkynhneigðu fólki sem fyrir mörgum áratugum lærði að lifa góðu lífi í sátt við eigin tilfinningar og býr yfir mikilli lífsreynslu. Þetta fólk er hreyfingunni dýrmætt stuðningsafl í krafti reynslu sinnar og það er þetta afl sem karlmenn í 40+ vilja virkja með því að hittast og eiga saman skemmtilegar stundir.

Allir karlmenn, fertugir og eldri, velkomnir.

Leave a Reply