Skip to main content
search
Fréttir

Kanada – Hæstiréttur úrskurðar hjónaböndum lesbía og homma í vil

By 22. desember, 2004No Comments

Frettir Hæstiréttur Kanada hefur nú úrskurðað að stjórnvöldum landsins sé heimilt að endurskilgreina hugtakið ?hjónaband? þannig að það nái einnig til samkynhneigðra. Eftir sem áður þarf að samþykkja lagafrumvarp þess efnist í þinginu enda var úrskurður hæstaréttar aðeins ráðgefandi, en það var ríkisstjórn landsins sem fór fram á það við hæstarétt að hann gæfi sitt álit á breytingunni áður en nokkuð yrði aðhafst eða alríkislögunum breytt. Íhaldsmenn, sem einkum eru sterkir í vesturríkjum landsins, fara fram á að slík lög fari fyrir þjóðaratkvæði en því hefur forsætisráðherran Paul Martin hafnað enda telur hann að þetta sé mál sem þingið eigi að leysa. Talið er að meiri hluti sé fyrir breytingu á kanadíska þinginu. Dómstólar í sex af tíu ríkjum Kanada og einu sjálfstjórnarsvæði frumbyggja hafa þegar hafnað hinni hefðbundnu skilgreiningu á hjónabandi og varð það til þess að ríkisstjórnin ákvað að leita til hæstaréttar landsins með sinn úrskurð.

-HTS

Leave a Reply