Skip to main content
search
Fréttir

Opið Hús í Samtöknum ?78 – Laugardaginn 26. júlí taka Samtökin ?78 þátt í Listrænum laugardegi

By 25. júlí, 2003No Comments

Tilkynningar Laugardaginn 26. júlí verður Listrænn laugardagur í Magnaðri miðborg þar sem hinn listræni hluti miðborgarinnar nýtur sín til fulls. Listafólk í miðborginni mun hjálpast að við að skapa listræna stemmningu, gullsmiðir bjóða fólk sérstaklega velkomið, útimessa verður haldin á Lækjartorgi, tónlistarfólk flytur tónlist og dansað verður á götum úti. Hallgrímur Helgason les upp úr verkum sínum í bókmenntagöngu, Birna Þórðardóttir fer með göngufólk í Menningarfylgd, Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús verður með sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. Þar að auki verður margt annað á fjölbreyttri dagskrá Listræns laugardags.

Samtökin ?78 taka þátt í Listrænum laugardegi og verða með opið hús frá klukkan 13:00-17:00. Karla Dögg Karlsdóttir, höfundur sýningarinnar Sársauki og sæla sem nú prýðir Regnbogasal, verður á staðnum. Kvikmyndin Hrein og bein verður sýnd klukkan 14:00, 15:00 og 16:00 með enskum texta. Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.

Félagar í Samökunum ?78 eru hvattir til að mæta, taka vini og fjölskyldur sínar með, og sýna fólki hina glæsilegu aðstöðu og öfluga starf sem Samtökin ?78 standa fyrir.

Leave a Reply