Skip to main content
Fréttir

Rannsóknarstofa í Kvennafræðum við HÍ – Ármann Jakobssson fjallar um ?Karlmannaritið Njálu?

By 24. apríl, 2001No Comments

Tilkynningar Ármann Jakobssson, bókmenntafræðingur, flytur erindi um “Karlmannaritið Njálu” fimmtudaginn 26. apríl í stofu 101 Odda, kl. 12-13

Í erindi sínu mun Ármann fjalla um grein sem hann ritaði um Njálu í tímaritið Skírni í fyrra, viðtökur hennar og um það sem hann lét ósagt í greininni. Þar var Njála skoðuð út frá hugmyndum um kynferði og því var haldið fram að hugmyndir sem þar birtust um kynferði væru alls ekki íhaldssamar eða að þar væri á ferð kvenhatur, þvert á móti mætti greina í Njálssögu róttæka afbyggingu á ýmsum hugmyndum um kynferði.

Í þessu erindi ræðir hann sérstaklega þann hluta greinarinnar sem mest viðbrögð hefur fengið, þ.e. vináttu Gunnars og Njáls og hvernig beri að túlka viðbrögð annarra í sögunni við henni.

Leave a Reply