Skip to main content
Fréttir

SILFUR: ÍSLENSK-AMERÍSKUR KABARET MEÐ VÉDÍSI HERVÖR OG SETH SHART

By 20. júlí, 2006No Comments

Silfur er söngleikjablanda/kabaret í stíl við Ain’t Misbehavin og Smokey Joe’s Cafe. Silfur inniheldur bæði sígild íslensk og amerísk lög, spunnin saman til að segja sögu um von, ást, gleði og forvitni. Meðal aðalverka sýningarinnar er falleg samblanda af  Sofðu Unga Ástin Mín og Summertime og óvenjuleg samblanda af Fats Waller’s Viper’s Drag/Reefer Song og Í Bláum Skugga. Píanósnillingurinn Jón Elísson og hinn frábæri trommuleikari Valtýr Sigurðsson spila með Védísi og Seth.

Sýningin verður í Gylltasalnum á Hótel Borg 20. og 21. júlí. Sýningin byrjar kl. 21:00 en húsið opnar kl. 20:00. Miðaverð er 2000 kr. og eru til sölu við innganginn og fyrirfram í síma 849-0451. Silfur er styrkt af Bandaríska Sendiráðinu.

Leave a Reply