Skip to main content
search
Fréttir

Hinsegin bíódagar – Vel heppnaðri kvikmyndahátíð lokið

By 15. mars, 2004No Comments

Frettir

Sunnudaginn 14. mars lauk kvikmyndahátíðinni Hinsegin bíódagar sem Samtökin ´78 og FSS stóðu að í samvinnu við kvikmyndahúsið Regnbogann. Hátíðin stóð í tíu daga og voru þar sýndar þrettán kvikmyndir í fullri lengd og tvö söfn stuttmynda. Aðsókn var ágæt og sóttu tæplega 1200 gestir hátíðina. Á laugardagskvöld veitti dómnefnd þrenn verðlaun. Í nefndinni áttu sæti Jankees Boer frá Hollandi sem veitti henni formennsku, Hanna María Karlsdóttir, Elísabet Ronaldsdóttir og Sigursteinn Másson.

 

Bandaríska kvikmyndin Brother Outsider ? The Life of Bayard Rustin (Bróðir og utangarðsmaður ? Bayard Rustin) eftir Nancy Kates og Bennett Singer var valin besta heimildarmynd hátíðarinnar. Í umsögn dómnefndar segir: ?Þetta vel gerða verk sýnir hversu merkilegt atgervi glatast fyrir fordóma samfélagsins. Litaraftur Bayards og kynhneigð olli því að starf hans, metnaður og andagift naut sín aldrei sem skyldi. Megi verðlaunaveitingin tjá þakklæti til þeirra afburða baráttu- og stjórnmálamanna sem hafa neyðst til að standa í skugga annarra.?

Argentínska myndin Tan de repente (Skyndilega) eftir Diego Lerman var kjörin besta leikna mynd hátíðarinnar. Í umsögn dómnefndar segir: ?Í þessari strangheiðarlegu og óbilgjörnu mynd lýsir höfundurinn nauðsyn hverrar manneskju til að sættast við sjálfa sig og rata þannig á merkingarbært líf. Falleg kvikmyndun og spennandi persónusköpun lofa góðu um frekari verk höfundar.?

            Norska myndin Hjem til jul (Heim á jólum) eftir Frank Mosvold var kjörin besta stuttmynd hátíðarinnar, en í umsögn dómnefndar segir: ?Þessi kvikmynd afvopnar okkur og afhjúpar okkar eigin fordóma um leið og við hlæjum að henni. Það er von okkar að þeir tímar renni upp þegar þessi kvikmynd hættir að vera fyndin vegna þess að samfélag okkar er þá komið óraveg frá þeim fordómum sem enn tengjast samkynhneigð.?

Þá hlaut kvikmyndin Daddy and Papa (Pabbi og pápi) eftir Johnny Simmons sérstaka viðurkenningu dómnefndar vegna þess hve mjög hún snertir umræðu líðandi stundar. Í umsögn sinni lætur dómnefndin í ljósi þá von að íslenskar sjónvarpsstöðvar sjái ástæðu til að sýna þessa mynd í von um jákvæð áhrif á samfélagsumræðu og mótun löggjafar á Íslandi.


 

Leave a Reply