Skip to main content
search
Fréttir

TILLÖGUR LAGÐAR FRAM UM BLESSUN STAÐFESTRAR SAMVISTAR

By 28. apríl, 2006No Comments

Formaður Helgisiðanefndar, Sr. Kristján Valur Ingólfsson, lagði fram tillögur um form fyrir blessun staðfestrar samvistar á prestastefnu sem nú er nýlokið. Tillögurnar eru gerðar að ósk kenninganefndar kirkjunnar, en lagðar voru fram þrjár tillögur sem unnar eru með hliðsjón af sambærilegum formum í systurkirkjum Þjóðkirkjunnar í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi. Formaður Helgisiðanefndar, Sr. Kristján Valur Ingólfsson, lagði fram tillögur um form fyrir blessun staðfestrar samvistar á prestastefnu sem nú er nýlokið. Tillögurnar eru gerðar að ósk kenninganefndar kirkjunnar, en lagðar voru fram þrjár tillögur sem unnar eru með hliðsjón af sambærilegum formum í systurkirkjum Þjóðkirkjunnar í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi.

Tillögurnar eru lagðar fram til kynningar og umræðu en málið verður endanlega afgreitt á prestastefnu á næsta ári. Um er að ræða þrjú ólík form sem byggð eru á sama grunni. Allar útgáfurnar gera ráð fyrir því að athöfnin geti farið fram í kirkju, kapellu eða á heimili viðkomandi. Þær gera jafnframt ráð fyrir því að um sé að ræða par sem þegar er í staðfestri samvist enda hafi lögformlegur gerningur átt sér stað áður hjá sýslumanni. Til þess að leggja áherslu á þetta atriði, það er að aðeins sé um blessun að ræða, er ekki gert ráð fyrir spurningum um vilja til samvistar sem svarað sé með jái líkt og þegar gagnkynhneigð pör eru gefin saman. Þjóðkirkjan hefur hingað til lagst gegn því að hún og önnur trúfélög öðlist þau lögformlegu réttindi. Hópur presta hefur hins vegar sent frá sér eindregna áskorun til kenninganefndar þess efnis að gengið verði alla leið og útbúið eitt hjónavígsluritúal sem notað yrði óháð því hvort um samkynhneigð eða gagnkynhneigð hjónabönd sé að ræða.

-HTS

Leave a Reply