Skip to main content
search
Fréttir

MEÐ SKIPTILYKIL I RASSVASANUM

By 12. desember, 2005No Comments

Ísland þessara níunda áratugarins hafði ákveðið að hommarnir væru diskódrottningar og við stelpurnar trukkalesbíur með skiptilykil í rassvasanum. Ef maður féll ekki inn í þetta mynstur sem troðið var upp á mann, ja, hvað var maður þá? Þess vegna fór lítið fyrir framtíðarplönunum, við reyndum bara að mæla út næsta skref. En við vorum flestar á leið til útlanda, það var á hreinu. Því við stóðum allar uppi með pakka sem var maður sjálfur, 1 stk. 19 ára lesbía, og vissum ekki hvað við áttum að gera við hann. Leiðbeiningarnar með pakkanum höfðu gleymst, líka ábyrgðarskírteinið.

Ágústa R. Jónsdóttir í dagskrárriti Hinsegin daga í Reykjavík 2005.

Leave a Reply