Skip to main content
Fréttir

Opnunarhátíð Hinsegin daga – Forsala aðgöngumiða er hafin – Hinir vinsælu Gay pride bolir komnir í sölu

By 1. ágúst, 2005No Comments

Frettir Hinsegin dagar í Reykjavík hefjast með glæsilegri opnunarhátíð í Loftkastalanum föstudaginn 5. ágúst klukkan 20:30. Þar koma meðal annars fram Ruth & Vigdis frá Osló, Carol Laula frá Skotlandi, Eva Karlotta, Tinna Uta Schrecken og félagar frá San Francisco, Namosh frá Berlín, Hommaleikhúsið Hégómi frá Reykjavík og fleiri…

Miðaverð er kr. 1500 og er forsala hafin í Samtökunum ´78, Laugavegi 3. Nálgast má miða á Opnu húsi fimmtudags- og mánudagskvöld frá 20:00-23:30 og laugardagskvöld frá 23:00-02:00. Í fyrra varð uppselt og það borgar sig að tryggja sér tímanlega miða.

Á opnu húsi má einnig festa kaup á sérstöku VIP korti sem veitir góðan afslátt ýmsum viðburðum Hinsegin daga, og kaupa hina vinsælu Gay Pride boli auk annars regnboga varnings í tengslum við Hinsegin daga hátíðahöldin.

Leave a Reply