Skip to main content
search
Fréttir

FJÖLSKYLDUDAGUR KMK

By 23. febrúar, 2006No Comments

Laugardaginn 4.mars ætlum við í KMK að hafa fjölskyldudag þar sem allar konur eru velkomnar með börnin sín stór og smá.

Þetta verður haldið í Korpuskóla (Bakkastöðum 2 í Grafarvogi) og verður ýmislegt í boði eins og að teikna og lita, spila, perla, kubba og fleira.

Einnig verður íþróttasalurinn opinn (innangengt) þar sem búið verður að setja upp léttar og skemmtilegar stöðvar og/eða þrautir þar sem börnin geta leikið sér og fengið útrás.

Endilega látið sjá ykkur og eigum saman skemmtilega stund.
Þið ykkar sem ekki eigið börn endilega fáið lánuð börn vina og vandamanna eða finnið barnið í ykkur sjálfum.

Húsið verður opið milli 11:00 og 14:00

Rúsínan í pylsuendanum verður pylsuveisla í boði KMK.

KMK – konur með krakka

Leave a Reply