Skip to main content
search
Fréttir

TINA ROSENBERG FLYTUR FYRIRLESTUR Í HÁSKÓLA ÍSLANDS

By 28. janúar, 2008No Comments

Föstudaginn 1. febrúar heldur Tiina Rosenberg fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum fyrirlestraraðar Samtakanna ´78, Með hinsegin augum. Fyrirlesturinn nefnist A Queer feminism: The lesbian Feminist Heritage. Í fyrirlestri sínum fjallar Tiina Rosenberg um sýn sína á þróun hinsegin fræða eftir 1990 og hvernig þau afhjúpa á gagnrýninn hátt viðmið og valdbeitingu gagnkynhneigðarinnar. Hún greinir rætur hinsegin fræða í samkyn¬hneigðum fræðum fyrri ára með sérstakri áherslu þá lesbísku og femínísku arfleifð sem hinsegin fræði og hinsegin femínismi hafa þegið í fræðilegri nálgun sinni. Föstudaginn 1. febrúar heldur Tiina Rosenberg fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum fyrirlestraraðar Samtakanna ´78, Með hinsegin augum. Fyrirlesturinn nefnist A Queer feminism: The lesbian Feminist Heritage. Tiina er prófessor við Háskólann í Lundi, Svíþjóð. Hún á að baki fjölda ritverka um leikhús, hinsegin fræði og feminísk fræði. Meðal bóka hennar á sviði kvennafræða og hinsegin fræða má nefna Byxbegär og Queerfeministisk Agenda. Þá hefur hún samið sænska leikhússögu í félagi við fleiri fræðikonur og ritað um leikhús femínista í Svíþjóð. Árið 2005 sendi Tiina frá sér safnritið Könet brinner! – úrval á sænsku úr verkum Judith Butler. Nýjasta bók hennar er L-Word: Where Have All the Lesbians Gone? Í fyrirlestri sínum fjallar Tiina Rosenberg um sýn sína á þróun hinsegin fræða eftir 1990 og hvernig þau afhjúpa á gagnrýninn hátt viðmið og valdbeitingu gagnkynhneigðarinnar. Hún greinir rætur hinsegin fræða í samkynhneigðum fræðum fyrri ára með sérstakri áherslu þá lesbísku og femínísku arfleifð sem hinsegin fræði og hinsegin femínismi hafa þegið í fræðilegri nálgun sinni.

Fyrirlesturinn er fluttur í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, og hefst kl. 12:15 á hádegi. Að þeim loknum gefst áheyrendum kostur á að bera fram fyrirspurnir og taka þátt í stuttum umræðum.

—————————————————————

Næstu fyrirlestrar í fyrirlestraröðinni Með hinsegin augum á 30 ára afmælisári Samtakanna ´78:

Föstudagur 15. febrúar kl 12:15
BJÖRN ÞORSTEINSSON
VALSAÐ UM VALDIÐ
Hinsegin pólitík og samfélagsvélin

Föstudaginn 15. febrúar heldur Björn Þorsteinsson fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum fyrirlestraraðar Samtakanna ´78, Með hinsegin augum. Björn nam heimspeki við Háskóla Íslands, Université d’Ottawa og Université Paris VIII þaðan sem hann lauk doktorsprófi með ritgerð sinni um réttlætishugtakið í heimspeki Jacques Derrida (La question de la justice chez Jacques Derrida) sem kom út í París á þessu ári. Björn kennir nú heimspeki við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands auk starfa sinna sem ritstjóri hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. Í fyrirlestrinum spyr Björn hvort einstaklingurinn sé nokkuð annað en tannhjól í vél samfélagsins. Er honum mögulegt að vera sjálfum sér trúr? Eða með öðrum orðum, er hægt að vera hinsegin innan samfélagsgerðar sem breytir hvers kyns mótþróa jafnharðan í stuðning við ríkjandi ástand? Í fyrirlestrinum er tekist á við spurningar af þessum toga með hliðsjón af kenningum heimspekinga á borð við Hegel, Marx, Lacan, Foucault og Zizek.
 
Fyrirlesturinn er fluttur í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, og hefst kl. 12:15 á hádegi. Að þeim loknum gefst áheyrendum kostur á að bera fram fyrirspurnir og taka þátt í stuttum umræðum


Föstudagur 29. febrúar kl. 12:15
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
HIN DULDA MERKING TÓNANNA
Kynhneigð og sköpun hjá Tsjaíkovskíj, Ravel, Copland og Britten

Föstudaginn 29. febrúar heldur Árni Heimir Ingólfsson fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum fyrirlestraraðar Samtakanna ´78, Með hinsegin augum. Árni Heimir nam píanóleik við Oberlin Conservatory of Music og lauk þaðan BMus-prófi í píanóleik og tónlistarsögu. Hann lauk MA-prófi í tónvísindum við Harvard-háskóla 1999 og doktorsprófi við sama skóla vorið 2003. Árni Heimir hefur komið fram á fjölda tónleika í Evrópu og í Bandaríkjunum, sent frá sér fjölmargar fræðigreinar á sviði íslenskrar tónlistar og haldið fyrirlestra um íslenska tónlist víða um lönd. Hann er nú tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og dósent við Listaháskóla Íslands. Þar til á allra síðustu áratugum fóru samkynhneigð tónskáld oftast leynt með kynhneigð sína. Hér fjallar Árni Heimir um fjögur tónskáld og spyr þeirrar áleitnu spurningar hvort kynvitund þeirra endurspeglist að einhverju leyti í tónlistinni sjálfri. Þótt tónlist þeirra sé ólík, er hægt að finna ákveðna þræði sem tengja saman efnistök tónskáldanna, persónuleg viðhorf þeirra og viðtökur almennings.

Fyrirlesturinn er fluttur í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, og hefst kl. 12:15 á hádegi. Að þeim loknum gefst áheyrendum kostur á að bera fram fyrirspurnir og taka þátt í stuttum umræðum.


Föstudagur 14. mars kl. 12:15
SIGRÚN SVEINBJÖRNSDÓTTIR
VEGANESTI Í HINSEGIN VEGFERÐ
Uppeldi og menntun til þátttöku og ábyrgðar

Föstudaginn 14. mars heldur Sigrún Sveinbjörnsdóttir fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum fyrirlestraraðar Samtakanna ´78, Með hinsegin augum. Sigrún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1966, embættisprófi í sálfræði frá Gautaborgarháskóla 1975 og doktorsprófi í sömu fræðum frá LaTrobe háskóla í Melbourne árið 2001. Hún er nú dósent við Háskólann á Akureyri. Auk kennslustarfa á ýmsum skólastigum hefur Sigrún stundað sálfræðistörf, einkum með starfsfólki skóla og foreldrum barna og unglinga. Um árabil hefur hún stundað samanburðarrannsóknir á unglingum með áherslu á áhættu- og verndarþætti og það hvernig ungt fólk spjarar sig í amstri dagsins. Í fyrirlestri sínum fjallar Sigrún m.a. um gagnkynhneigðarrembu og -viðmið (heterosexism og heteronormativity) í skólum eins og þær tilhneigingar birtast í námsefni og hvaða veganesti út í lífið það er hinsegin börnum og unglingum í skólum svo og ástvinum þeirra. Hugað verður að því hvaða aðferðir hafi verið reyndar sem helst duga til verndar hinsegin nemendum og ungum ástvinum hinsegin fólks í skólum.

Fyrirlesturinn er fluttur í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, og hefst kl. 12:15 á hádegi. Að þeim loknum gefst áheyrendum kostur á að bera fram fyrirspurnir og taka þátt í stuttum umræðum.


Föstudagur 28. mars kl. 12:15
OLIVER PHILLIPS
SEXUAL RIGHTS – FROM MARGINAL TO MAINSTREAM AND TO WHAT END?
What can we learn from Zimbabwe and South Africa?

Föstudaginn 28. mars heldur Oliver Phillips fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum fyrirlestraraðar Samtakanna ´78, Með hinsegin augum. Hann nam lögfræði og stjórnmálafræði við Háskólann í Cape Town og lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Cambridge, Englandi. Rannsóknir hans beinast að löggjöf, mannréttindum og kynhneigð. Hann er stofnandi mannréttindasamtaka homma og lesbía í ættlandi sínu, Zimbabwe, og aðstoðar samkynhneigða landa sína sem leita hælis í Bretlandi. Hann kennir nú við lagadeild Westminster-háskóla í London. Í fyrirlestri sínum ræðir Oliver Phillips um þátt k
ynhneigðar í mótun þjóðernisvitundar í löndum sem lengi hafa lifað í skugga nýlendustefnu og líta gjarnan á umræðu um samkynhneigð sem enn einn ófögnuðinn að utan. Sem fræðimaður, hommi og baráttumaður spyr Oliver Phillips spurninga um kynhneigð og  þjóðernisvitund, tengsl þessara þátta við mannréttindi, hvort almenn mannréttinda¬barátta vinni gegn hómófóbíu og mismunun og auðveldi fólki að njóta ásta hvað sem mismunandi menningu líður.

Fyrirlesturinn er fluttur í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, og hefst kl. 12:15 á hádegi. Að þeim loknum gefst áheyrendum kostur á að bera fram fyrirspurnir og taka þátt í stuttum umræðum.


Föstudagur 11. apríl kl.12:15
ANNADÍS GRETA RÚDÓLFSDÓTTIR 
SIGRAR ÁSTIN ALLT?
Um ráðgjafar- og sjálfshjálparbækur fyrir fjölskyldur samkynhneigðra

Föstudaginn 11. apríl heldur Annadís Greta Rúdólfsdóttir fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum fyrirlestraraðar Samtakanna ´78, Með hinsegin augum. Annadís lauk doktorsprófi í félagssálfræði frá London School of Economics and Political Science og er nú lektor í þeirri grein við University of the West of England í Bristol. Hún hefur m.a. rannsakað kynjaðar myndir sjálfsins í minningargreinum, kvenímyndir fegurðarsamkeppna svo og skilgreiningar á móðurhlutverkinu og áhrif þeirra á sjálfsmynd ungra kvenna. Í fyrirlestri sínum fjallar Annadís um rannsókn þeirra Victoriu Clarke á inntaki fjölmargra bóka sem hafa að geyma fróðleik og ráðleggingar til aðstandenda lesbía og homma. Þar er skoðað hvernig samkynhneigð er skýrð og skilgreind í þessum bókum og hvaða ráðleggingar aðstandendur fá um samskipti sín við samkynhneigða og oft fordómafullt samfélag. Hvaða hugmyndafræði liggur hér að baki og hvernig sjá sjálfshjálparbækurnar hið pólitíska og samfélagslega samhengi? Hversu róttæk og frelsandi eru sóknarfærin sem slíkar bækur benda á?

Fyrirlesturinn er fluttur í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, og hefst kl. 12:15 á hádegi. Að þeim loknum gefst áheyrendum kostur á að bera fram fyrirspurnir og taka þátt í stuttum umræðum.

Leave a Reply