Skip to main content
search
Fréttir

OPIÐ HÚS – HÖRÐUR TORFASON SPILAR OG SEGIR FRÁ

By 2. október, 2008No Comments

Hörður Torfason söngvaskáld treður upp í Regnbogasal Samtakanna ´78 fimmtudaginn 2. október kl. 21.30. Hörður mun skemmta gestum með gítarleik og skemmtilegum sögum eins og honum einum er lagið. Gestir eru hvattir til þess að mæta snemma til þess að verða sér úti um sæti, enda næsta víst að húsfyllir verði.

Hörður Torfason söngvaskáld treður upp í Regnbogasal Samtakanna ´78 fimmtudaginn 2. október kl. 21.30. Hörður mun skemmta gestum með gítarleik og skemmtilegum sögum eins og honum einum er lagið. Gestir eru hvattir til þess að mæta snemma til þess að verða sér úti um sæti, enda næsta víst að húsfyllir verði.

 Forsala aðgöngumiða á Samtakaballið sem haldið verður á Cafe Victor laugardaginn 4. október fer fram á bókasafni Samtakanna 78. Fyrstu 30 miðarnir verða seldir á sérstöku afmælisverði fyrir félagsmenn eða kr. 500.  Öllum miðum seldum í forsölu fylgir jafnframt 2/1 tilboð á kaffihúsi Samtakanna ´78 í Regnbogasal.

Kaffihús og bókasafn Samtakanna ´78 eru opin frá kl. 20 -23.30.

Leave a Reply