Skip to main content
Fréttir

KMK BLAKÆFING

By 27. ágúst, 2007No Comments

Næsta æfinging hjá KMK er mánudaginn 3. september

Til að byrja með eru æfingar á mánudögum frá kl. 19.00 – 20.00 í íþróttasal Korpuskóla, Bakkastöðum 2, Grafarvogi. Til stendur að hafa tvær æfingar í viku en verið er að vinna í því að finna heppilegan tíma fyrir seinni æfinguna. Önnur æfingin yrði amk 2 klst. Upplýsingar um nýja æfingatíma verða svo sendir út þegar þeir eru komnir á hreint.

Nýjar konur eru sérstaklega hvattar til að mæta! Blakkunnátta er ekki skilyrði enda kemur kunnáttan fljótt. Verið því velkomnar! Þið getið líka alltaf haft samband við okkur ef þið eruð eitthvað smeikar í fyrstu, ýmist á neðangreind netföng eða í síma.

Við erum í leit að þjálfara til að vera með okkur á lengri æfingunum svo ef þið eruð blakþjálfarar eða vitið um einhvern sem væri tilbúinn til að þjálfa okkur þá endilega látið okkur vita með tölvubrefi á netfangið fridaagnars@isl.is eða kristin@hexa.is eða í síma 866-8246 (Fríða) og 898-3060 (Stína).

-KMK – Konur með knött

 

Leave a Reply