Skip to main content
Fréttir

Holland – Skilnaðartíðni samkynhneigðra svipuð og gagnkynhneigðra

By 4. apríl, 2005No Comments

Frettir Skilnaðartíðni samkynhneigðra hjóna í Hollandi er mjög ámóta og skilnaðartíðni gagnkynhneigðra hjóna í landinu. Þetta kemur í ljós þegar rýnt er í tölur hollensku Hagstofunnar sem voru gerðar opinberar í dag í fyrsta skipti.

Hjónabönd lesbía og homma voru lögleidd í landinu árið 2001 en síðan þá hefur 5751 samkynhneigt par gengið í hjónaband og af þeim hafa 63 endað með skilnaði. Á sama tímabili hafa 243.000 gagnkynheigð pör látið gefa sig saman og 2.800 þeirra skilið. Á þessu fjögura ára tímabili hafa því í kringum 1% hjónabanda beggja hópa endað með skilnaði. Tölfræðingur hollensku hagstofunnar varar þó við því að dregnar séu of miklar ályktanir af samanburði þessara hópa þar sem allar tölur um samkynhneigð hjón séu mun lægri en tölur um gagnkynhneigðu hjónin og því þurfi mjög lítið til að hlutfallið raskist verulega. Engu að síður sagði hann að skilnaðartíðni á meðal lesbía virtist vera örlítið hærri en skilnaðartíðni á meðal homma en það er í samræmi við upplýsingar frá Norðurlöndum um sambúðarslit í staðfestri samvist.

– HTS

Heimild: -mbl.is

Leave a Reply