Skip to main content
search
Fréttir

REGNBOGAMESSA Í LAUGARNESKIRKJU

By 4. júlí, 2007No Comments

Sr. Bjarni Karlsson og sr. Hildur Eir Bolladóttir predika

Í lok hátíðar Hinsegin daga, að kvöldi sunnudagsins 12. ágúst verður efnt til regnbogamessu í Laugarneskirkju. Guðsþjónustan hefst kl. 20:00 um kvöldið og þar predika sóknarprestarnir, sr. Bjarni Karlsson og sr. Hildur Eir Bolladóttir í samtalspredikun. Að þessari guðsþjónustu standa Hinsegin dagar í Reykjavík og ÁST, Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf, í samvinnu við söfnuð Laugarneskirkju. Fjölbreytt tónlist verður í athöfninni.

 

Allir eru velkomnir!

 

-Hinsegin dagar og ÁST

 

Leave a Reply