Skip to main content
search
Fréttir

ÓPERUHOMMARNIR HITTAST

Laugardaginn 18. mars kl. 20 verður fyrsti viðburður nýs félagsskaps samkynhneigðra, Óperuhommanna, í Regnbogasal Samtakanna 78. Eins og nafnið gefur til kynna er Óperuhommarnir ætlaður samkynhneigðum áhugamönnum um hálistir. Félagið á sér sænska fyrirmynd með sama nafni, sem notið hefur mikilla vinsælda hjá hýrum frændum okkar. Laugardaginn 18. mars kl. 20 verður fyrsti viðburður nýs félagsskaps samkynhneigðra, Óperuhommanna, í Regnbogasal Samtakanna 78.

Eins og nafnið gefur til kynna er Óperuhommarnir ætlaður samkynhneigðum áhugamönnum um hálistir. Félagið á sér sænska fyrirmynd með sama nafni, sem notið hefur mikilla vinsælda hjá hýrum frændum okkar.

Þessi fyrsta samkoma verður stutt og óformleg og er helst ætlað að sýna hve mikill áhugi er fyrir félagsskapnum og gefa áhugasömum tækifæri til að leggja línurnar að starfi félagsins og uppákomum á þess vegum.

Óperuhommarnir hafa eignast vefsíðu: http://operuhommarnir.blogspot.com og bráðabirgðapóstfang athi1@hi.is

Leave a Reply