Skip to main content
search
Fréttir

Foreldrar og aðstandendur samkynhneigðra – Vetrarstarfið er hafið

By 30. september, 2002No Comments

Tilkynningar Hópur foreldra og aðstandenda samkynhneigðra er um þessar mundir að hefja vetrarstarfið. Í vetur hittist hópurinn 2. miðvikudag í mánuði og annar fundur vetrarins er 13. nóvember nk. kl. 20:30 í félagsmiðstöð Samtakanna ´78 á Laugavegi 3, 4. hæð.

Nýir félagar í hópnum sem vilja fá tækifæri til að spjalla við einhverja af fyrirliðum hópsins í ró og næði fyrir fundinn eru boðnir velkomnir frá kl. 20.

Ýmislegt er á döfinni hjá foreldra- og aðstandendahópnum í vetur og auk hinna föstu funda mánaðarlega efnir hópurinn til vinnufunda mánaðarlega þar sem unnið er að sameiginlegum verkefnum og markmiðum.

Allir aðstandendur lesbía og homma eru boðnir velkomnir á vettvang foreldrahópsins og þið sem finnið hjá ykkur áhuga og þörf til að kynnast öðrum aðstandendum, hafið samband við Hörpu Njáls. Netfang hennar er harpan@hi.is

Foreldrar og aðrir aðstandendur lesbía og homma: Nýtið ykkur tækifærið til þess að blanda geði við aðra í sömu stöðu og deila þannig reynslu og stuðningi með öðrum.

Leave a Reply