Skip to main content
Fréttir

Samkynhneigður maður kjörinn biskup

By 6. ágúst, 2003No Comments

Frettir Leiðtogar ensku biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum hafa staðfest kjör samkynhneigðs manns, Gene Robinson, í embætti biskups. Áður hafði hann verið hreinsaður af ásökunum um kynferðislega áreitni og tengsl við netsíðu með klámefni sem á hann voru bornar.

Enska biskupakirkjan telur í kringum 77 milljónir meðlima um allan heim og þar af eru 2,3 milljónir í Bandaríkjunum. Hingað til hefur kirkjan ekki tekið afstöðu með eða á móti því að þjónar hennar lifi sem opnir samkynhneigðir einstaklingar og hafa nokkrir samkynhneigðir prestar og biskupar verið í þjónustu hennar gegnum árin. Robinson er hins vegar fyrsti opinberi homminn sem skipaður er í embætti biskups. Hann er 57 ára gamall, fráskilinn, tveggja barna faðir og hefur verið í sambúð með karlmanni í þrettán ár.

Árið 1998 samþykktu leiðtogar ensku biskupakirkjunnar ályktun þar sem segir að ?kynmök samkynhneigðra séu ósamrýmanleg Ritningunni?. Íhaldsamir biskupar, sem eru á móti auknum réttindum samkynhneigðra, óttast að skipun Robinsons muni verða til þess að samkynhneigð verði á endanum að fullu viðurkennd innan kirkjunnar. Enn er hins vegar óljóst hvort skipun Robinsons í embætti muni leiða til þess að kirkjudeildin í Bandaríkjunum klofni.

– HTS

Advocate

Leave a Reply