Skip to main content
Fréttir

REGNBOGAMESSA Í AKUREYRARKIRKJU

By 19. október, 2007No Comments

Regnbogamessa verður í Akureyrarkirkju sunnudaginn 21. október klukkan 20. Í messunni mun Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksambands Íslands flytja ávarp og Páll Óskar Hjálmtýsson syngur. Fulltrúar frá nýstofnuðum hópi ungliða Samtakanna ´78 á Norðurlandi flytja stutt ávörp og atriði. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Kórinn og Páll Óskar syngja saman. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson leiðir stundina. Samverustund með léttum veitingum verður í Safnaðarheimilinu að messunni lokinni.

Regnbogamessa verður í Akureyrarkirkju sunnudaginn 21. október klukkan 20.

Í messunni mun Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksambands Íslands flytja ávarp og Páll Óskar Hjálmtýsson syngur. Fulltrúar frá nýstofnuðum hópi ungliða Samtakanna ´78 á Norðurlandi flytja stutt ávörp og atriði. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Kórinn og Páll Óskar syngja saman. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson leiðir stundina. Samverustund með léttum veitingum verður í Safnaðarheimilinu að messunni lokinni.

Yfirskrift messunar er Kirkjan – okkar allra, og vísar til þess að allir þegnar hennar eigi sama rétt, hver með sínu móti.

Aðstandendur messunnar, sem koma fram undir nafninu Gulur, rauður, grænn, eru auk Akureyrarkirkju Norðurlandshópur Samtakanna ´78, en ungliðadeild hans tekur stóran þátt í messunni og mótar umgjörð hennar, og Norðurlandsdeild FAS, Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra. Gulur, rauður, grænn stóð að regnbogavöku um frelsi eða fjötra samkynhneigðra í samfélaginu í mars á þessu ári. Samtökin ´78 og Saga Capital styrkja regnbogamessuna að þessu sinni.

Nánari upplýsingar veita sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson (s. 860 2103 / oskar@akirkja.is) og fulltrúar Ungliða Samtakanna 78 á Norðurlandi: Anton Magnússon (s. 845 7676 / 1373asm@gmail.com) og Aðalsteinn Vestmann ( s. 848 4684 / 24AVE@ma.is)

 

Leave a Reply