Skip to main content
Fréttir

Afmælisveisla – FSS sex ára

By 18. janúar, 2005No Comments

Tilkynningar Þann 19. janúar verða sex ár liðin frá stofnun FSS. Af því tilefni býður FSS til afmælisveislu næst komandi miðvikudag og hefst hún klukkan 18:00 með því að safnast verður saman fyrir utan aðalbyggingu Háskóla Íslands og hún lýst upp í litum regnbogans.

Klukkan 19:00 byrjar svo sjálf veislan í Regnbogasal Samtakanna ´78 og þar mun FSS bjóða upp á drykki og veitingar. Ýmislegt verður svo til gamans gert eins og í öðrum 6 ára afmælum!

FSS vonar að þú sjáir þér fært að fagna með öllum hinum velunnurum félagsins!

Sjáumst

-Stjórn FSS

Leave a Reply