Skip to main content
Fréttir

FUNDUR UM BLEIKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ

By 21. maí, 2008No Comments

LAUGARDAGINN 24. maí halda Samtökin ´78 opinn fund undir yfirskriftinni „Bleika efnhagssvæðið”. Þar verður sjónunum beint að samstarfi og samvinnu samkynhneigðra og samtaka þeirra við fyrirtæki, hinu svonefnda „bleika efnahagssvæði”. Meðal þeirra sem koma á fundinn er fólk sem stendur í atvinnurekstri og því er fundurinn kjörið tækifæri til þess að velta því fyrir sér hvort hinsegin  atvinnurekendur eigi að huga sérstaklega að hinsegin fólki og öfugt. Hér er því gott tækifæri til að skapa frjóar og skemmtilegar umræður og ræða um framlag hvers og eins til að efla og styrkja samfélag okkar!

 

Fundurinn verður haldinn í Regnbogasal félagsin frá kl. 13-15 og er öllum opinn.

 

-Samtökin78

 

 

 

 

Leave a Reply