Skip to main content
Fréttir

FSS – Undirbúningsfundur

By 23. maí, 2004No Comments

Tilkynningar Hefur þú áhuga á að kynnast fjöldanum öllum af ungu STK fólki frá Evrópu?

Eins og þú hefur ef til vill heyrt verður FSS í sumar gestgjafi ráðstefnu sem haldin er á hverju sumri af óformlegum hópi STK stúdentafélaga.

Það eru um 50 manns sem eru að koma til okkar dagana 5. -15. ágúst frá eftirfarandi löndum:

Bretlandi
Danmörku
Finnlandi
Hollandi
Ítalíu
Póllandi
Rúmeníu
Spáni
Sviss
Þýskalandi
Ungverjalandi

Næstkomandi þriðjudag verður haldinn undirbúningsfundur á Jóni Forseta, efri hæð, kl. 20:00. Ef þú hefur áhuga á hjálpa til við að gera þetta að veruleika og/eða taka þátt er skyldumæting fyrir þig. Vert er að taka fram að þeir sem hjálpa til njóta ýmis konar hlunninda, s.s. niðurfelling ráðstefnugjalda, sumarbústaðaferð í sumar, auknar líkur á að komast í utanlandsferðir o.s.frv. Svo er þetta líka bara svo gaman!

stjórn FSS

Leave a Reply