Skip to main content
search
Fréttir

NÝR HÝR STAÐUR

By 7. desember, 2007No Comments

Laugardaginn 8. desember kl. 20 bætist nýr hýr staður við skemmtanaflóru Reykjavíkurborgar. Ber hann nafnið BLACK og er til húsa við Lækjargötu 6b (áður Litli ljóti andarunginn). Á opnunarkvöldinu spila DJ Eva María og DJ Birna og ætlar staðurinn að styrkja Samtökin ´78 um 100 kr. af hverjum seldum bjór þetta kvöld.

Laugardaginn 8. desember kl. 20 bætist nýr hýr staður við skemmtanaflóru Reykjavíkurborgar. Ber hann nafnið BLACK og er til húsa við Lækjargötu 6b (áður Litli ljóti andarunginn). Á opnunarkvöldinu spila DJ Eva María og DJ Birna og ætlar staðurinn að styrkja Samtökin ´78 um 100 kr. af hverjum seldum bjór þetta kvöld.  Hvetjum við alla samkynhneigða, tvíkynhneigða og vini þeirra til þess að fjölmenna!

BLACK verður opinn kl. 18 – 01 sunnudaga til fimmtudaga en kl. 18 – 04 um helgar.  Lögð er mikil áhersa á danstónlist, Eurovision, disko og salin, og auðvitað allt það nýjasta.

-Black

 

Leave a Reply