Skip to main content
Fréttir

Aukin tíðni HIV – þriðjungur smitaðra veit ekki um smit

By 9. júní, 2004No Comments

Frettir Samkvæmt viðamikilli breskri rannsókn veit um þriðjungur HIV smitaðra homma ekki að þeir eru smitaðir. Rúmlega 1200 hommar voru rannsakaðir og af þeim reyndust 10,9% vera smitaðir en um þriðjungur þeirra vissi ekki af smiti. Áætlað er að svipað hlutfall gagnkynhneigðra viti ekki um smit. Aftur verður vart við aukningu nýsmita á vesturlöndum

Rannsóknarhópurinn hefur rannsakað kynhegðun homma í London frá árinu 1996. Á því árabili hefur orðið marktækur munur áhættuhegðun í kynlífi. Á árinu 1996 sögðustu 30% aðspurðra hafa stundað óvarin kynmök síðstu 12 mánuðina þar á undan en árið 2000 var þetta hlutfall komið upp í 42%. Nokkur hluti hafði aldrei farið í HIV próf og 4% þeirra reyndust hafa rangt fyrir sér um það hvort þeir væru smitaðir. Af þeim sem voru í föstu sambandi höfðu 16% aðspurðra rangt fyrir sér varðandi það hvort þeir væru smitaðir eða sögðust ekki vita það. Einnig hefur komið í ljós að margir þeirra sem hafa greinst halda áfram að stunda óábyrgt kynlíf.

Í Bretlandi fjölgaði nýsmitum um 20% á árinu 2003. Telja sérfræðingar að stór hluti ástæðunar sé aukið ábyrgðarleysi í kynlífi. Hverju því er um að kenna er hins vegar erfiðara að segja til um. Talið er að um 50.000 einstaklingar séu smitaðir af haf HIV í Bretlandi.

Staðan á Íslandi

Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu höfðu alls 171 einstæklingur greinst með HIV smit í lok ársins 2003. Þar af höfðu 52 fengið alnæmi og 35 látist af völdum sjúkdómsins. Hommar eru rúmlega helmingur þeirra sem hafa greinst.

Á árinu 2003 voru greind 10 nýsmit sem líkt og í Bretlandi er fjölgun frá árinu á undan. Ekki er þó hægt að fullyrða að svo stöddu hvort um varanlega aukningu sé að ræða. Til þess þarf að skoða þróunina yfir lengra tímabil og vonandi að sú verði ekki raunin.

-HTS

Leave a Reply