Skip to main content
Fréttir

Kanada – Lög um staðfesta samvist í Quebec

By 20. júní, 2002No Comments

Frettir Föstudaginn 7. júní sl. samþykkti fylkisþing Quebec-fylkis í Kanada lög um staðfesta samvist samkynhneigðra. Quebec er annað fylki í Kanada til að samþykkja slík lög en áður hafði Nove Scotia veitt samkynhneigðum áþekka réttarbót.. Hin nýja löggjöf er óvenju róttæk með því að hún veitir fullan rétt til ættleiðinga og tæknifrjóvgunar á opinberum sjúkrastofnunum. Ekki má þó kalla þennan löggerning ?hjónaband? þótt réttindin séu nánast samhljóða þeim sem gagnkynhneigð hjón njóta, en meginmunurinn er sá að gagnkynhneigðir geta gengið í hjónaband 16 ára en til að staðfesta samvist sína verða báðir aðilar, hvort heldur eru gagnkynhneigðir eða samkynhneigðir að vera orðnir 18 ára.

Þessi tíðindi eru ekki síst merkileg í ljósi þess að Quebec hefur löngum orð á sér fyrir íhaldsemi og öll löggjöf og stjórnsýsla sterklega lituð af áhrifum rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Ljóst er að þessi nýju lög munu hafa áhrif á löggjafarumræðu víða um heim og koma okkur á Norðurlöndum til góða eftir því sem baráttunni fyrir fullum ættleiðingarrétti svo og rétti allra kvenna, bæði samkynhneigðra para og einhleypra kvenna, til tæknifrjóvgunar vindur fram á næstu misserum.

www.advocate.com

Leave a Reply