Skip to main content
Fréttir

NÁMSKEIÐ UM SAMKYNHNEIGÐ FYRIR ALLA KENNARA GRUNNSKÓLANNA Á AKUREYRI

By 10. ágúst, 2006No Comments

Mánudaginn 14. ágúst næstkomandi verður á vegum Skóladeildar Akureyrar námskeið fyrir alla kennara grunnskólanna á Akureyri, en það munu vera alls á bilinu 230-250 manns. Fyrirkomulagið er þannig að helmingur fólksins mun verða boðaður á námskeið frá kl. 9-12 og hinn helmingurinn frá 13-16. Þetta fer fram í sal Brekkuskóla. Aðrir starfsmenn skólanna verða ekki komnir til starfa, en þeim er vissulega heimilt að koma á námskeiðið. Þeir munu einnig hljóta sambærilega fræðslu síðar.

Mánudaginn 14. ágúst næstkomandi verður á vegum Skóladeildar Akureyrar námskeið fyrir alla kennara grunnskólanna á Akureyri, en það munu vera alls á bilinu 230-250 manns. Fyrirkomulagið er þannig að helmingur fólksins mun verða boðaður á námskeið frá kl. 9-12 og hinn helmingurinn frá 13-16. Þetta fer fram í sal Brekkuskóla. Aðrir starfsmenn skólanna verða ekki komnir til starfa, en þeim er vissulega heimilt að koma á námskeiðið. Þeir munu einnig hljóta sambærilega fræðslu síðar.

Viðfangsefni á námskeiðinu er samkynhneigð einkum með tilliti til skóla. Það er stefna skóladeildarinnar og skólastjóranna að taka upp kennslu þar sem fjallað verður um samkynhneigð og samkynhneigt fjölskylduform eins og hvert annað lífsform í samfélaginu og þetta mun verða gert á öllum skólastigum grunnskólans. Þetta námskeið er haldið til þess að búa kennara aðra starfsmenn skólanna undir þá nýjung, að talað verði um samkynhneigð í skólanum en ekki þagað yfir henni skipulega, og eins að búa þá betur undir að takast á við vandamál sem upp kynnu að koma og tengjast kynhneigð. Á námskeiðinu verður jafnframt gerð grein fyrir hugmyndum um kennsluefni og kennsluaðferðir, sem stefnt er að því að taka upp innan skamms.

Rótin að þessu frumherjastarfi skólanna á Akureyri er ráðstefnan Hver er sá veggur, sem haldin var hér fyrir hálfu öðru ári og var skipulögð m.a. af Norðurlandshópi Samtakanna 78 og Norðurlandsdeild Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra. Í kjölfar ráðstefnunnar kallaði Gunnar Gíslason forstöðumaður Skóladeildar stjórnendur hennar á sinn fund og síðar fund með öllum skólastjórunum. Í kjölfarið var skipaður samræðuhópur meðal annars með fulltrúum allra grunnskólanna á Akureyri. Nefndastarfið stóð í allan vetur og afurðir þess urðu áfangaskýrsla sem varð til þess að skóladeildin og skólastjórarnir ákváðu að láta til skarar skríða og efna til þessa námskeiðs.

Fyrirlesarar á námskeiðinu verða Ingunn Snædal kennari, Guðmundur Páll Ásgeirsson námsráðgjafi og Helga Margrét Clarke háskólanemi. Fundarstjóri verður Sverrir Páll Erlendsson, sem tekið hefur þátt í undirbúningsstarfinu. Sigurlína Jónsdóttir mun gera grein fyrir námsefnisgerð. Þá verður lagður fram á námskeiðinu splunkunýr bæklingur, Undir regnboganum, en það er ýmiss fróðleikur sem Sverrir Páll hefur tekið saman fyrir kennara og starfsfólk skólanna um samkynhneigð og skóla á Íslandi.

Rétt er að árétta að þetta er algert frumkvöðlastarf, en fræðsla um samkynhneigð hefur ekki enn verið sett inn í námskrá grunnskóla, þótt að því hafi verið stefnt. Þess vegna má segja að Skóladeild og skólastjórar grunnskólanna á Akureyri gangi hér fram í merkilegu forystuhlutverki og jafnréttismálum.

-Sverrir Páll Jónsson

 

Leave a Reply