Skip to main content
search
Fréttir

FERÐ FYRIR TVO TIL BARCELONA MEÐ HEIMSFERÐUM OG FLUGMIÐI MEÐ ICELAND EXPRESS Í FYRSTA VINNING!

By 3. desember, 2007No Comments

Hið árlega Jólabingó Samtakanna ´78 verður að þessu sinni haldið á hinum góðkunna skemmtistað Q-bar, Ingólfsstræti 3. Vinningarnir er glæsilegir sem aldrei fyrr og því vissara að mæta tímanlega og trygga sér bingó spjöld. Kvöldið hefst kl. 20:00 fimmtudaginn 6. desember og eru allir hjartanlega velkomnir.

Hið árlega Jólabingó Samtakanna ´78 verður að þessu sinni haldið á skemmtistaðnum Q-bar, Ingólfsstræti 3. Vinningarnir er glæsilegir sem aldrei fyrr; ferðavinningar, hótelgistingar, gjafabréf, líkamsræktarkort, bækur, geisladiskar og margt, MARGT fleira!

Tveir stórglæsilegir vinningar skipta með sér titlinum „Fyrsti vinningur“ í ár, en þeir eru ferð fyrir tvo til Barcelona frá Heimsferðum og flugmiði fyrir einn með Iceland Express til einhvers af áfangastöðum félagsins!

STAÐUR: Q-bar, Ingólfsstræti 3

DAGUR: 6. desember

TÍMI: 20:00, stundvíslega

STJÓRNENDUR: Hanna María Karlsdóttir og Viðar Eggertsson

Jólabingóið er einn vinsælasti viðburðurinn á vettvangi Samtakanna ´78 ár hvert og hefur fyrir löngu sprengt utan af sér aðstöðuna í félagsheimilinu. Því færum við okkur um set og spilum á hinum straigth friendly Q bar að þessu sinni!

-Samtökin ´78

 

 

 

 

Leave a Reply