Skip to main content
search
Fréttir

London – Hatursglæpir gegn samkynhneigðum vaxandi vandamál

By 2. nóvember, 2004No Comments

Frettir Samkynhneigður maður var myrtur í miðborg Lundúna um helgina í því sem virðist vera hrina ofbeldisárása gegn samkynhneigðum. Árásarmennirnir eru ófundnir og lögregla varar við aukinni tíðni hatursglæpa gegn samkynhneigðum.

Árásarmennirnir biðu færis og réðust á karlmenn sem voru á leið heim af hinum vinsæla skemmtistað Heaven. Árásirnar áttu sér stað á nokkrum stöðum á fimmtán mínútna tímabili nærri Charing Cross brautarstöðinni. Beitt var hnefum, spörkum og barefnlum. Sex menn voru fluttir á sjúkrahús alvarlega særðir en sjötti maðurinn, David Morly, lést skömmu síðar af sárum sínum. Þegar þetta er skrifað leitar lögregla enn árásarmannanna sem talið er að séu hluti af harðskeyttu unglingagegni.

Sá sem lést, hinn 37 ára gamli David Morly, var einn þeirra sem lifði af árásina árið 1999 þegar naglasprengju var varpað inn á vinsælan skemmtistað homma í Soho hverfinu. Þá létust þrír en 73 særðust. Morly slasaðist þá alvarlega á höfði.

Lögreglan í Lundúnum lítur málið alvarlegum augum og leggur nú allt kapp á að hafa hendur í hári hinna seku. Undanfarið hefur orðið vart við aukna tíðni árása og aðkasts sem beinist gegn samkynhneigðum. Að sögn lögreglunnar hefur kærum vegna árása á samkynheigða fjölgað um 10% undanfarið ár samanborið við árin á undan. Eftir atburði helgarinnar hafur borgarstjórinn Ken Livingstone lýst því yfir að slíkt verði tekið föstum tökum.

Leave a Reply