Skip to main content
search
Fréttir

BEITTIR KOSSAR

By 12. desember, 2005No Comments

Fyrsta lesbían sem ég sá var vampíra. Hún hafði þann leiða vana að æða út hverja nótt um miðnætti og bíta samsveitungur sínar á hálsinn. Sjúga síðan úr þeim allt blóð eftir að hafa kysst þær ástríðufullt á hálsinn í nokkrar mínútur (nauðugar að sjálfsögðu). Þetta gerðist að vísu á bíótjaldi, en ómótaður barnshugur minn tengdi ósjálfrátt saman langar vígtennur og ást kvenna á öðrum konum. Nokkrum árum seinna leit ég síðan fyrstu lesbíuna augum. Hún var nokkuð eðlilega tennt, borðaði venjulegan mat og virtist ekki sérstaklega árásargjörn. Þar með var leiðréttur sá barnalegi misskilningur minn að lesbíur væru blóðþyrst og grimm yfirnáttúrleg fyrirbæri.

Lilja S. Sigurðardóttir í Sjónarhorni, tímariti Samtakanna ´78, 1991.

Leave a Reply