Skip to main content
Fréttir

MESSA OG SAMVERUSTUND FYRIR SAMKYNHNEIGÐA Í FRÍKIRKJUNNI

By 13. janúar, 2006No Comments

Sunnudaginn 15. janúar kl. 14 verður messa og samverustund í Fríkirkjunni í Reykjavík helguð réttindabaráttu samkynhneigðra. Sigursteinn Másson og Ragnhildur Sverrisdóttir stíga í predikunarstólinn og flytja predikun.

Sunnudaginn 15. janúar kl. 14 verður messa og samverustund í Fríkirkjunni í Reykjavík helguð réttindabaráttu samkynhneigðra. Sigursteinn Másson og Ragnhildur Sverrisdóttir stíga í predikunarstólinn og flytja predikun.

Fríkirkjusöfnuðurinn er einn þeirra söfnuða sem lýst hafa eindregnum vilja sínum til þess að framkvæma hjónavígslu samkynhneigðra. Fyrir því eru hins vegar ekki lagalegar forsendur enda hafa einungis borgaralegir vígslumenn heimild til þess fyrir lögum – ekki prestar eða aðrir forstöðumenn trúfélaga. Að sögn sera Hjartar Magna, prests í Fríkirkjunni, hefur hann gefið saman samkynhneigðra og segir þá athöfn í einu og öllu þá sömu og þegar um hjónavígslu gagnkynhneigðra er að ræða, fyrir utan að vera ekki löggerningur. Eins og flestir vita hefur biskup Íslands lýst andstöðu sinni gegn hjónaböndum samkynhneigðra og hefur hann jafnframt hvatt Alþingi til þess að standa í vegi fyrir því að aðrir söfnuðir fái þennan lýðræðislega rétt. Með messunni á sunnudaginn vill Fríkirkjan í Reykjavík senda þau skíru skilaboð að þangað eru allir velkomnir, samkynhneigðir jafnt sem gagnkynhneigðir.

Landsþekktir tónlistarmenn munu flytja fallega tónlist í messunni en meðal annara góðra gesta verða þær Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Mónika Abendorth hörpuleikari, ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur söngkonu og Valgeiri Skagfjörð leikara og tónlistarmanni. 

 

 

 

 

Leave a Reply