Skip to main content
Fréttir

Hæstiréttur Svíþjóðar – Presturinn ekki grófari en Biblían

By 11. febrúar, 2005No Comments

Frettir Áfrýjunarréttur í Svíþjóð hefur fellt úr gildi dóm undirréttar yfir Hvítasunnupresti sem á síðasta ári var dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að tala gegn samkynhneigðum en í dómnum segir að presturinn hafi einungis nýtt sér lögbundið málfrelsi sitt til að tjá skoðanir sínar í málinu.

Presturinn Aake Green var fundinn sekur um það í undirrétti að hafa ráðist óvægilega gegn samkynhneigðum er hann lét þau orð falla í ræðu sem hann hélt í ágúst árið 2003 að ?afbrigðileg hegðun samkynhneigðra væri eins og krabbamein í þjóðfélaginu?.

Áfrýjunarrétturinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í morgun að orð hans falli ekki undir hatursáróður og að þau séu í raun ekkert grófari en það sem sagt er um samkynhneigða í Biblíunni.

-mbl.is

Leave a Reply