Skip to main content
search
Fréttir

Suður-Afríka – Ættleiðingar samkynhneigðra

By 3. október, 2001No Comments

Frettir Dómstóll í Suður- Afríku hefur úrskurðað með dómi að samkynhneigð pör skuli geta ættleitt barn sameiginlega. Stjórnlagadómstóll Suður-Afríku í Jóhannesarborg verður þó að staðfesta dóminn áður en hann öðlast lagagildi. Reiknað er með að sú staðfesting eigi sér stað innan nokkurra mánaða.

Málið sem lá til grundvallar dómnum snýst um dómara, Önnu-Marie de Vos, sem er lesbía og fékk ein foreldrarétt yfir tveimur börnum árið 1995, þó að bæði hún og kona hennar sæktu um þenna rétt sameiginlega. Anna-Marie og kona hennar héldu fram þeim rökum að lögin ættu að styrkja það fjölskyldulíf sem þær lifðu og að það væri jafnframt börnunum fyrir bestu. Dómarinn Frans Kgomo við hæstarétt í Pretoríu, þar sem Anna-Marie starfar einnig sem dómari, segir í dómsorðum að það séu engar sannanir til fyrir því að samkynhneigðir séu verri foreldrar en gagnkynhneigðir.

Anna-Marie de Vos hefur í öðru máli einnig fengið því framgengt að maki dómara af sama kyni fái sömu félagslegu réttindi og gagnkynhneigður maki samkvæmt lögum Suður-Afríku.

RFSL – Homoplanten.

Leave a Reply