Skip to main content
search
Fréttir

KYNNING Á ÁSATRÚ Í REGNBOGASAL

By 11. júlí, 2006No Comments

Í tilefni Hinsegin daga og í framhaldi af heimsókn sr. Pat Bumgardner og guðsþjónustunni í Hallgrímskirkju 13. ágúst, efna Samtökin ´78 til dagskrár í Regnbogasal félagsins á Laugavegi 3 í samvinnu við Áhugahóp samkynhneigðra um trúarlíf og Hinsegin daga í Reykjavík. Þar kynna gestir okkar ólík trúarbrögð og lífsskoðanir en hver dagskrá hefst kl. 21 á mánudagskvöldum:

Mánudagur 21. ágúst. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði kynnir Ásatrúarfélagið, trú og lífsviðhorf ásatrúarmanna, meðal annars til samkynhneigðar.

Mánudagur 28. ágúst. Sigurður Hólm Gunnarsson, varaformaður Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Íslandi, kynnir félagið og lífskoðanir siðrænna húmanista, siðferði án guðshugmynda og afstöðu húmanista til kynhneigðar fólks.

Mánudagur 11. september. Grétar Einarsson kynnir fjölbreytt vetrarstarf ÁST – Áhugahóps samkynhneigðra um trúarlíf. Hópurinn er ekki aðeins fyrir fólk sem játar kristna trú heldur hverjar þær manneskjur sem áhuga hafa á trúmálum, hverrar trúar sem þær eru. Áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og kynna sér starfið.

-Samtökin ’78, ÁST og Hinsegin dagar í Reykjavík

 

Leave a Reply