Skip to main content
search
Fréttir

KMK KROSSGÁTUKVÖLD

By 28. nóvember, 2006No Comments

KMK stendur fyrir sérstöku krossgátukvöldi föstudaginn 1. desember í húsnæði Samtakanna ´78. Höfundur sunnudagskrossgátu Tímarits Morgunblaðsins, Ásdís Berþorsdóttir, leggur til þrjár gátur þetta kvöld, en þær verða þó léttari en Morgunblaðsgáturnar og því ættu allir að geta tekið þátt. Keppt verður í hópum en stærð hvers hóps fer eftir mætingu. KMK stendur fyrir sérstöku krossgátukvöldi föstudaginn 1. desember í húsnæði Samtakanna ´78, Laugavegi 3. Dagskráin hefst kl. 21 og eru allar velkomnar! 

Höfundur sunnudagskrossgátu Tímarits Morgunblaðsins, Ásdís Berþorsdóttir, leggur okkur til þrjár gátur þetta kvöld, en þær verða þó léttari en Morgunblaðsgáturnar og því ættu allir að geta tekið þátt. Keppt verður í hópum en stærð hvers hóps fer eftir mætingu.

Leikarnir taka um klukkustund og í framhaldinu hefst kvennakvöld í Regnbogasal.

Mætum galvaskar og brjótum heilann saman!

-Stjórn KMK

 

Leave a Reply