Skip to main content
Fréttir

GÓÐIR GESTIR Í KVÖLD

By 16. nóvember, 2006No Comments

Stuttmyndin “Góðir gestir” sem nýverið var tilnefnd til Edduverðlauna og frumsýnd var á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinnni í Reykjavík verður
með sérstaka sýningu í tilefni af Edduhátíðinni fimmtudaginn 16.nóvember klukkan 19:00 í Regnboganum.

Um er að ræða einstakt tækifæri til að sjá mynd sem hlotið hefur mikið lof frá gagnrýnendum. Þetta verður síðasta sýning myndarinnar á árinu og verða aðstandendur viðstaddir sýninguna.

Góðir gestir segir af ungri lesbískri listakonu, Katrínu, sem er við nám í New York en kemur heim til Íslands til þess að vera viðstödd afmæli afa síns. Í afmælisveislunni dregur heldur betur til tíðinda þar sem röð óvæntra atburða eiga sér stað. Myndin er raunsönn lýsing á því hvernig það er að koma heim eftir langa fjarveru og þurfa að réttlæta fyrir vinum og vandamönnum stefnuna sem maður hefur ákveðið að taka í lífinu.

Leave a Reply