Skip to main content
search
Fréttir

Á ÞAKI HEIMSINS: FERÐAKVÖLD Í REGNBOGASAL

By 18. september, 2007No Comments

 

Gegnum aldirnar hefur Tibet verið úr alfaraleið; engir venjulegir Vesturlandabúar lögðu leið sína þangað enda yfir Himialajafjöllin að fara.Tibetar lokuðu sjálfir landamærunum og vísuðu ferðamönnum frá. Eftir að Kínverjar lögðu landið undir sig hélt einangrunin áfram og það er ekki fyrr en nú á síðustu árum sem ferðamönnum hefur verið heimilað að koma til landsins. Dalai Lama, hinn útlagi trúarleiðtogi Tíbeta, hefur hvatt Vesturlandabúa til að ferðast til Tíbet og segja frá því sem það sér.

 

Fimmtudagsköldið 20. september segja Margrét Arnljótsdóttir og Anni G. Haugen gestum í Regnbogasal frá ferð sem þær fór til Tíbet sumarið 2006. Tilgangurinn var að skoða landið og fólkið sem þar býr og að ganga hringinn í kringum hið heilaga fjall Kailash. Ferðakvöldið hefst kl. 21 og eru allir áhugasamir hjartanlega velkomnir!

 

 

-Samtökin ´78

Leave a Reply