Skip to main content
search
Fréttir

JÓLABÓKAKVÖLD Í REGNBOGASAL

By 11. desember, 2007No Comments

 

Hið árlega jólabókakvöld verður haldið

 

Fimmtudaginn 14. desember kl. 21
í Regnbogasalnum á Laugavegi 3

Fjöldi góðra gesta leggur kvöldinu lið:
Lesið verður upp úr nýútkomnum bókum þeirra Péturs Blöndals og Hjálmars Sveinssonar um Elías Mar, Sigfinnur Þorleifsson les upp úr bók sinni Samtal við samtíman, Árni Pétur Guðjónsson les þýðingar á ljóðum Lorca úr bókinni Gustur úr djúpi nætur, og Jónína Leósdóttir les úr bókinni Kossar og Olívur og Ingibjörg Reynisdóttir úr bókinni Strákarnir með strípurnar en heyrst hefur að samkynhneigð sé eitt af þeim þemum sem tekið er fyrir í þessum nýútkomnu unglingabókum.

 

Fjölmennið á þennan árlega og vinsæla viðburð í Regnbogasalnum meðan við bíðum eftir jóla- og áramótaböllunum!

 

-Samtökin ´78

 

 

Leave a Reply