Skip to main content
search
Fréttir

Staða framkvæmdastjóra

By 23. nóvember, 2010No Comments
Samtökin ´78 leita að öflugum framkvæmdastjóra í 50% starf til að koma að spennandi uppbyggingarstarfi, hagsmunabaráttu og stefnumótun.
 
Samtökin ´78 eru mannréttindasamtök hinsegin fólks. Samtökunum er ætlað að standa vörð um réttindi hisnegin fólks, berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og vera til staðar fyrir hinsegin fólk í landinu.
 
 
Samtokin ´78 leita að framkvæmdastjóra í 50% starf. Viðkomandi þarf að geta byrjað 3. janúar.
 
Hæfniskröfur:
Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
Reynsla og þekking af stjórnun og rekstri
Reynsla af félagsstarfi
Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Góð íslensku- og enskukunnátta. Eitt norðurlandamál er kostur.
Félagi í Samtökunum ´78
 
Starfssvið:
Rekstur og dagleg stjórnun samtakanna
Framkvæmd ákvarðanna stjórnar
Stefnumótun í samstarfi við stjórn
Kynningarstarf og fjáröflun
Samskipti við stjórnvöld og hagsmunaaðila
Samskipti og þjónusta við félagsfólk
Skipulagning viðburða
 
Um er að ræða 50% starf og laun samkvæmt samkomulagi. Umsókn skal senda á formann Samtakanna ´78 Svanfríði Önnu Lárusdóttur á netfangið svanalar@gmail.com merkt umsókn, umsækjendur skulu senda ferilskrá með umsókninni.
 
Umsóknarfrestur er til 15. desember

Leave a Reply