Skip to main content
search
Fréttir

Stella Hauks og Hljómsveitin Eva

By 11. nóvember, 2015No Comments

Við tilkynnum með ánægju að nú er hægt að fá geisladiskinn Nóg til frammi með Hljómsveitinni Evu til sölu hjá okkur á Suðurgötu 3 og einnig diskana Stella og Trúður í felum með Stellu Hauks. Fyrri diskur Stellu sem nefndur er eftir henni sjálfri hefur verið ófáanlegur um árabil og Trúður í felum aðeins fáanlegur í Vestmannaeyjum. Stella Hauks var fyrsta söngvaskáldið hérlendis til að yrkja um ástir kvenna til kynsytra sinna og því brautryðjandi á sínu sviði. Þetta er því mikill happafengur fyrir tónlistarunnendur. Þessa tónlist finnur þú ekki á Spotify!
Hægt er að kaupa diskana hjá okkur alla virka daga frá kl. 13-16 eða á opnum húsum sem eru öll fimmtudagskvöld frá kl. 20-23. 

Leave a Reply