Skip to main content
Fréttir

Stjórnarskrá og kynvitund

By 26. október, 2012No Comments

Samtökin ´78 standa fyrir umræðufundi þriðjudagskvöldið 30. október 2012 um breytingar á Stjórnarskrá Íslands og kröfuna um að orðinu Kynvitund verði bætt í upptalningu jafnræðisreglunnar. 

Frummælendur eru:
Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður og formaður lögfræðinganefndar
Guðmundur Helgason formaður Samtakanna ´78
Ugla Stefanía Jónsdóttir stjórnarmaður í Trans Ísland og Samtökunum ´78

Fundarstjóri er Anna Pála Sverrisdóttir lögfræðingur

Að loknum framsöguræðum verður opnað fyrir umræður 

Húsið opnar kl.20:30 og umræður hefjast kl.21:00 

Hvetjum alla til að mæta og taka þátt í þessum mikilvægu umræðum!

Leave a Reply