Skip to main content
search
Fréttir

Stjórnlagaþing

By 22. október, 2010No Comments

Á þriðjudaginn kemur 26. október verður fundur í Regnbogasal samtakanna um stjórnlagaþing. Skipulagning er í höndum Atla þórs Fanndal. Það munu koma góðir gestir til að útskýra stjórnlagaþing og segja okkur hvers vegna við hinsegin fólk þurfum að vera vakandi og passa uppá að ekki verði yfir okkur valtað. Hinsegin fólk á Íslandi er komið langt í réttindabaráttunni þó að henni sé ekki lokið.

við meigum engan veginn sofna á verðinum því að framtíðin hefur ekki lofað okkur þessum réttindum og við getum alltaf átt á hættu að missa þau réttindi sem höfum fengið, einsog hefur gerst í hinum vestræna heima (gifting samkynhneigðra í USA). Við verðum að kjósa rétt þegar kosið er til stjórnlagaþings og við verðum að standa vörð.

Komum á þriðjudaginn klukkan 20:00 og fræðumst um hætturnar og hvað það er sem við getum gert.

Boðið verður uppá rjúkandi heita súpu sem er alltaf gott á köldum vetrarkvöldum. 

Leave a Reply