Skip to main content
search
Fréttir

STOFNFUNDUR HAGSMUNASAMTAKA TRANSGENDER FÓLKS Á ÍSLANDI

By 17. febrúar, 2007No Comments

Á fimmtudaginn í síðustu viku voru stofnuð hagsmunasamtök transgender fólks á Íslandi, sem er sjálfstætt félag undir regnhlíf Samtakanna ´78. Ætlun félagsins, sem enn hafur ekki hlotið nafn, er að berjast fyrir hagsmunum transgender fólks á Íslandi, auka fræðslu um líf og tilveru trans hópsins, og beita sér fyrir löngu tímabærum lagalegum leiðréttingum fyrir þá sem standa frammi fyrir því að þurfa að leiðrétta kyn sitt.

Á fimmtudaginn í síðustu viku voru stofnuð hagsmunasamtök transgender fólks á Íslandi, sem er sjálfstætt félag undir regnhlíf Samtakanna ´78. Ætlun félagsins, sem enn hafur ekki hlotið nafn, er að berjast fyrir hagsmunum transgender fólks á Íslandi, auka fræðslu um líf og tilveru trans hópsins, og beita sér fyrir löngu tímabærum lagalegum leiðréttingum
fyrir þá sem standa frammi fyrir því að þurfa að leiðrétta kyn sitt.

Þó þessi hópur hafi ávallt verið viðloðandi Samtökin ´78 hefur skort vilja til þess að stíga skrefið til fulls um að bjóða þeim að starfa á vettvangi Samtakanna ´78. Úr þessu hefur nú verið bætt og hefur formaður Samtakanna ´78 ,Hrafnhildur Gunnarsdóttir, boðið hópinn formlega velkominn inn í félagið. Bráðabirgðastjórn félagsins var skipuð Önnu Margréti Grétarsdóttur, Önnu Jonnu Ármansdóttur og Önnu Kristjánsdóttur. Aðalfundur er áætlaður í lok apríl á þessu ári þar sem lögð verða
fram lög nýs félags og ný stjórn skipuð til eins árs. Þeir sem hafa áhuga að komast í samband við hópinn geta sent póst á netföngin annakk@simnet.is eða annajonna@gmail.com.

Myndin með fréttinni er alþjóðlegur fáni transgender fólks

-HG

 

Leave a Reply